Arnrún María - Adda

Hvers vegna Samtalið fræðsla ekki hræðsla.

Mig langar að skapa örugga framtíð fyrir börn að þau hafi tækifæri að þroskast og dafna í heilbrigðum, jákvæðum samskiptum. Með Samtalinu mínu vil ég fræða og styðja alla sem hafa áhuga og eru ýmist að ala upp börn, kenna þeim eða starfa með þeim á einn eða annan hátt hafa áhrif á framtíð þeirra. Ég vil að börn og fullorðnir séu meðvituð um samskipti, læri að setja og virða mörk annarra. Ég tel einnig brýnt að einstaklingar geti leitað sér aðstoðar þegar kemur að þessu, hvort sem um börn ræðir eða fullorðna. Hér neðar á síðunni eru nokkrar vefslóðir sem gefa verkfæri og svo er öllum frjálst að senda mér skilaboð

Mín sýn er sú að fræðsla um hættur sé ekki til þess að hræða, heldur efla styrk þeirra sem lifa í þessum heimi. Líkt og á Íslandi fá börn fræðslu frá 3ja ára aldri um umferðina og eldvarnir svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er fyrir okkur öll að fylgja Barnasáttmálanum og efla börnin okkar til að verða þátttakendur í eigin lífi og framtíð.

Samtalið fræðsla ekki hræðsla er þar af leiðandi minn þáttur í að skapa framtíð þar sem börn njóta verndar, skilnings og virðingar.


Fjölskyldan mín

Ég er gift, Friðrik V Hraunfjörð, við eigum þau Karen Ösp og Axel F, tengdabörnin Óskar og Agla Rún hafa verið lengi samferða okkur. Hann Markús Hreinn Óskarsson kom í fjölskylduna okkar 2013. Ég er afskaplega þakklát fyrir fólkið mitt, þau hafa stutt mig og styrkt í þeim ákvörðunum sem ég tek í lífinu.

Við höfum sigrað ýmiskonar áföll í lífinu. Fyrir vikið finnst mér mikilvægt að deila þeirri reynslu, styðja og leiðbeina öðrum í svipaðri stöðu í úrræði sem henta. Það er svo mikilvægt að segja frá vanlíðan sama hversu “lítið” og  “ómerkilegt” þú telur það vera.  Mikilvægt er að á viðeigandi aðstoð. 
Sá sem á einstakan stað í hjartanu er ömmustrákurinn. Hann veit að amma er aldrei langt undan, bjáti eitthvað á. 

Ferilskrá

  • Starfað í leikskólum með hléum frá 1992

  • Útskrifast sem leikskólakennari 2000

  • Aðstoðarleikskólastjóri, deildarstjóri, verkefnastjóri

  • Forstöðukona foreldraröltsins

  • Háskólinn á Akureyri Aðjunkt f.leikskólakennara

  • Háskólinn á Akureyri stundakennari f. hjúkrunarfræði

  • Umsjónarkennari fyrir FAST hetjur 112 á Íslandi

  • Forvarnanámskeið fyrir starfsfólk skóla

  • Ráðstefnur og málþing

  • Höfundur Lausnahringsins og Hvar er Valli ofurhetja

  • Ráðgjöf við gerð þingsályktunartillögu Stjórnarráðs Íslands

  • Ráðgjöf við vinnu að framtíðarskipan skólaþjónustu Barna - og menntamálaráðuneytis

  • Sat í Skólamálanefnd FL

  • Sat í SIðaráði KÍ

  • Skrifað fjölda greina og pistla

  • Átti og rak veitingastaðinn FRIÐRIK V, í mörg ár ásamt Friðrik V eiginmanninum

Áhrif

Samtalið fræðsla ekki hræðsla hefur ratað í stefnumótun bæði stjórnvalda og sveitarfélaga.

Auk þess sem þessi forvarnafræðsla um ofbeldi og mikilvægi þess að þjálfa börn snemma að setja og virða mörk hefur farið víða um land bæði til  kennara og foreldra. 

Viðurkenningar

Samtalið fræðsla ekki hræðsla og Lausnahringurinn hefur í fjögur ár hlotið viðurkenningar, tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla:

  • 2020  Lausnahringurinn 

  • 2021 Lausnahringurinn

  • 2022 Samtalið fræðsla ekki hræðsla

  • 2023 Arnrún María Magnúsdóttir, dugnaðarforkur Heimilis og skóla 

Að auki fékk Arnrún María þá starfandi sem verkefnastjóri í  Leikskólinn Brákarborg og leikskólinn hvatningarverðlaun og viðurkenningu frá skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, verðlaunin voru veitt fyrir Lausnahring, fyrir framúrskarandi faglegt starf í leikskóla.

Hvar er Valli ofurhetja?

Hugmyndin um Hvar er Valli ofurhetja fæddist í kolli mínum þegar ég varð vitni að því að börn mjög nákomin mér þurftu að flýja heimilið sitt vegna ofbeldis.  Eins er ég heyrði um fjölda barna sem dvelja í Kvennaathvarfinu ár hvert.

Mig langar að styrkja þessi börn með Valla ofurhetju sem ég prjóna, auk þess hafa vinkonur hjálpað mér.

Hver Valli hefur sinn “persónuleika” það er engin uppskrift af honum. Alveg eins og börnin sjálf og áföll þeirra.

Draumur minn er að barn sem þarf að flýja heimili sitt sökum ofbeldis, eigi kost á því að eignast Valla ofurhetju. Hann er með skykkju, getur verið lítill í hendi, má fara í þvott, hægt að setja í hann ilm sem veitir öryggi, allt það sem hentar hverju og einu barni.

Greinar og viðtöl

FAST 112

Verðlaunað alheimsfræðsluátak um einkenni slags

FAST 112 er sniðið að börnum á aldrinum 5-9 ára, þá eru ofurhetjur hvað mest spennandi fyrir þeim. Börnunum er kennt hvernig helstu einkenni slags eru í gegnum leik, söng og teiknimyndir. Þeim er kennt að sýna samhygð og ást og læra gagnlega hluti eins og hvernig eigi að hringja í neyðarlínuna. Ekki er verið að færa ábyrgðina yfir á herðar barnanna, heldur er þetta kannski meira í líkingu við fræðslu um brunavarnir, sem margir kannast við og er fastur liður í starfi leikskólabarna. Börnin læra í gegnum leik og fræða svo foreldra sína um það sem þau kunna. Þá hvetur verkefnið til samvinnu barna og fullorðinna og skapar skemmtilegar og góðar stundir
Sjá nánar á síðu Fast Hetja

Hafðu samband

„Friðarsúlan er heimili Lausnahringsins, sem sendir frið út í heiminn inn í hjörtu allra.
Þannig geta allir lært að stjórna sér“

5 ÁRA BARN Í ÚTSKRIFTARFERÐ Í VIÐEY