Fyrirmynd Lausnahringsins er fengin frá Uppeldisstefnunni Jákvæður agi, samskipti byggð á gagnkvæmri virðingu (POSITIVE DISCIPLINE).   Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni. Meginreglur Jákvæðs aga hjálpa til við að byggja samband væntumþykju og virðingar og þær auðvelda að finna lausnir til frambúðar. Hann byggir á kennslu, skilningi, hvatningu og samskiptum.  
Þetta verkefni varð til í leikskólanum Brákarborg í Reykjavík, að ósk elstu barna árið 2018 síðan þá hefur það verið í þróun og mótun, Lausnahringurinn er flæðandi verkefni sem mótast og þróast með hverjum hóp fyrir sig, hvaða menning, aldur og reynsla einkennir hópinn ræður för. Við erum ekki að finna upp hjólið, né að lesa fræðigreinar og þungar verkefnabækur sem sjaldan/aldrei gefst tími í í kennarastarfinu hvor eð er. Fyrir vikið finnst skólafólki þetta flókið og bíður eftir því að fá handbókina með þessu verkefni. Handbókin verður til með þeim börnum/nemendum sem eru í skólanum hverju sinni, með því starfsfólki sem sinnir því.

Það sem þetta gengur út á er í upphafi að setja fókus á eina lausn í einu, til dæmis lausnin að stjórna sér
Einbeita sér að henni, skoða hvað það þýðir “að stjórna sér” 
Velta upp öllum möguleikum
Prófa að stjórna sér
Prófa að stjórna sér ekki
Orsök hvers vegna stjórnum við okkur ekki
Hvernig líður okkur ef við stjórnum okkur
Hvað er hægt að gera til að stjórna sér
Hvert getur maður leitað ef maður þarf aðstoð að stjórna sér
Hverjir geta ekki stjórnað sér
Eiga allir að geta stjórnað sér

Svona mætti halda áfram sem hugurinn leyfir, að flæða með þessu hugtaki og skoða sjálfan sig, aðra í kringum sig, nær samfélagið og fjær samfélagið sem og allan heiminn.
Hvernig er svo hópurinn samsettur, hvaða aldur, tungumál og reynsla.
Hvernig vill hópurinn samælast um að muna eftir þessu hugtaki sem er öllum til heilla og mikilvægt að virða á sama tíma og setja mörkin í samskiptum.

Segja má að Lausnahringurinn séu nokkurskonar samskiptareglur til að þjálfa börn og fullorðna til að setja og virða mörk, til að styrkja  samskipti og bera virðingu fyrir öðrum

Margir sem taka þátt í vinnu með Lausnahringinn og hafa öðlast færni að tileinka sér samskipti í gegnum Lausnahringinn, hafa kallað eftir áframhaldandi vinnu með það. Flestum líður vel með að hafa skýrar reglur í samskiptum. Sem segir að bæði fullorðnir og börn þrá að halda áfram að þróa sig í því að setja og virða mörk í samskiptum.

Barnaþing Lausnahringsins, var fyrst haldið 20.nóvember 2022, annað skiptið var 19.nóvember 2023, á þingið eiga öll grunnskólabörn sæti og eru velkomin, þau hafa öðlast færni í samskiptum Lausnahringsins. Á Barnaþinginu fá þau aukið rými til að ræða sín á milli og við mig og þá kennara sem eru með mér á þinginu.
Næsta þing er fyrirhugað 17.nóvember 2024, áhugasamir setji sig í samband við Samtalið

Við erum Lausnahetjur þegar við sýnum fram á að vilja bæta samskipti og setja mörk. Að halda áfram að bæta og styrkja samskipti milli allra.  Hver og einn einasti sem hefur áhuga á vinnu með Lausnahringinn og vill tileikna sér þann lífsstíl er sjálfkrafa sín eigin Lausnahetja og fyrirmynd fyrir aðra stóra sem smáa að gera slíkt hið sama

Hvað varðar námsefni fyrir Lausnahringinn þá lít ég svo á að boðskapur hans býr hjarta hvers eins sem verður svo að lífstíl.
Hver og einn tileinkar sér og hugar að vönduðum samskiptum sama á hvaða aldri maður er.
 

Lausnahringurinn varð til þegar elstu börnin  í leikskólanum áttu erfitt með að finna út úr erfiðleikum í  samskiptum. Þegar við ræddum um tilfinningar og líðan okkar í erfiðum og flóknum samskiptum, þá komu þau með tillögur að 7 reglum sem þau vildu hafa til hliðsjónar og reyna að bæta samskiptin. Þessar reglur voru teiknaðar upp og börnin höfðu teikninguna til hliðsjónar. Það varð úr að þau ákváðu að kalla þetta Lausnahringinn. Síðar meir fundu þau hvað þetta Lausnahringja-verkfæri sem þau bjuggu til og mótuðu, væri hreinlega eitthvað sem allir eiga að tileinka sér, meira að segja borgarstjórinn og æðstu leiðtogar heimsins.  Þau hafa mikila trú ef allir myndu tileinka sér þessar einföldu reglur þá væri lífið betra sérstaklega fyrir þau. 
Lausnahringurinn gengur í grunninn út á að þjálfa og efla sig í félags og tilfinningafærni, hann þróast og mótast með hverjum barnahóp, starfsfólki skólans og fjölskyldum hverju sinni.

SEGJA STOPP

Læra að þekkja sín mörk og annara

HJÁLPA

Allir hjálpast að þá verður allt betra

FYRIRGEFÐU

Geta viðurkennt mistök/orsök

STJÓRNA SÉR

Bæði líkama og orðum

SKIPTAST Á

Taka tillit til náungans

VERA MEÐ

Bjóða öðrum að vera með

BJÓÐA KNÚS

Geta sýnt samúð með öðrum

Lagið um Lausnahringinn

Við fengum heimild til að nota
lag Soffíu Vagnsdóttur um Vikudagana.

Gígja Sigurðardóttir leikskólakennari Í Brákarborg
samdi textann um Lausnahringinn við lagið.
Nú er bara að syngja með

Hvernig líst þér á Lausnahringinn?

Könnun gerð í gegnum Mentimeter eftir fyrirlestur í leikskóla.

Rannsókn á Lausnahringnum

Lausnahringurinn er stuðningur fyrir okkur öll í samskiptum. 
Dominika K.R. Sigmundsson, leikskólakennari gerði rannsókn á Lausnahringnum í starfinu.  Að tileinka sér samskiptareglur sem þessar, fylgja þeim, taka eftir hvernig samskiptin verða auðveldari, hreinskilnari, börn verða fyrr sjálfstæðari að finna út úr ágreining sín á milli. Börn sem alast upp við þessar samskipta reglur fá tækifæri til að þjálfa sig með jafnöldrum og fullorðnum, verða sterkari einstaklingar að setja og virða mörk. Þau fá tækifæri til að læra um mismunandi tilfinningar í samskiptum og þjálfa sig að þekkja eigin. Mikilvægt er að börn geti komið á framfæri þegar farið er yfir mörk þeirra. 

Að auki þurfum við fullorðna fólkið þjálfun í samskiptafærni alla ævi svo Lausnahringurinn er þjálfun fyrir alla alla ævi.

Lausnahringurinn fyrir vinnustaðinn

Það sem komið hefur sterklega fram hjá börnum, foreldrum og starfsfólki skóla sem tileinka sér samskiptareglur Lausnahringsins, er að mikið væri nú auðveldara að lifa ef allir myndu fara eftir þessum einföldu en mikilvægu reglum sem börnin kalla eftir að allir geri. 

Þess vegna er nú hægt að fá fyrirlestur inná vinnustaðinn þar sem farið er yfir þessar reglur, tilganginn og undirstöðuatriði sem gott er að hafa í huga þegar lagt er af stað í bættri þálfun í samskiptum sama hvort starfsólkið eða hver og einn ætlar að innleiða á sitt heimili. Það geta nefnilega allir tileinkað sér þessar reglur, allt sem þarf er viljinn og þjálfunin.

Lausnahringurinn er stuðningur fyrir okkur öll í samskiptum. 


Hönnun Lausnahringsins:
Farvi - Tobba og Sæþór
Studio Fin.