Heimili forvarna og fræðslu fyrir börn, foreldra og fagfólk

Lærum samskipti, að setja og virða mörk, eflum sjálftraust barna.

  • Samtalið fræðsla ekki hræðsla

    Er forvarnarverkefni sem ég hef mótað og þróað frá aldamótum. Verkefnið er og verður í stöðugri þróun samfara breytingum í samfélaginu. Tilgangur þess er að efla meðvitund, forvarnir og fræðslu gegn ofbeldi og vanrækslu á börnum. Fræðslan lýtur að mörkum og markaleysi, samskiptum og virðingu fyrir öðrum, kynjafræðslu og fræðslu um líkamann.
    Verkefnið nær til barna frá leikskólaaldri, starfsfólks skóla og frístundaheimila og uppalenda á Íslandi og út fyrir það sé þess óskað.

    Að fræða, ekki hræða ung börn og það fólk sem að uppvexti þeirra koma um erfið og flókin mál þ.a.m. ofbeldi. Veita áheyrn, ráðgjöf miðað við þroska og getu einstaklingsins með það að leiðarljósi að einstaklingur þekki hættur í umhverfinu, geti öðlast skilningi á þeim og segi frá.

  • Lausnahringurinn

    Ég nýt þeirra forréttinda að heimsækja leikskóla markvisst, til að efla börn og starfsfólk í algjörlega einstöku verkefni. Verkefni sem krefst þess að allir taka þátt, hver á sinn hátt með sinni tilfinningu. Verkefnið sem um ræðir heitir Lausnahringurinn, kennir okkur að setja mörk í samskiptum, það sem gerir þetta verkefni einstakt er að allir hafa eitthvað til málanna að leggja, það snýst um 7 grunnreglur í samskiptum,

    1. að skiptast á,
    2. að hjálpast að,
    3. að skilja fyrirgefninguna,
    4. að stoppa,
    5. að skilja tilgang knús,
    6. að vera með
    7. að stjórna sér bæði í orði og gjörðum

  • Samtalið heima

    Hraði, álag og kröfur hvíla á herðum foreldra og kennara í dag, hefur fengið mig til að búa til þetta auka rými fyrir foreldra. Það er aukin þörf meðal foreldra að fá dýpra samtal um uppeldishlutverkið.
    Til að bregðast við því er i boði ráðgjöf við börn, foreldra auk handleiðslu. Mikilvægt er að efla barnið að það tjái sig, til dæmis í samskiptum heima fyrir.
    Auk þess að hvetja foreldra að leita lausna, hjá fagfólki til að fá viðeigandi stuðning og hvatningu í þessu mikilvæga hlutverki sem uppeldi er.

    - Starfsmannasamtal -
    Reynslan hefur kennt mér það að starfsfólk sem vinnur með ungum börnum þarf að eiga kost á því að komast í samtal um það sem liggur þeim á hjarta hverju sinni. Stundum þarf að fá utanað komandi áheyrn.

    Eðli og umfang samtalsins fer eftir því hvort þörf sé á frekari stuðningi og þjónstu annarra fagaðila eða úrræða.

Lausnir Samtalsins

  • Forvarnir

    Fyrir skóla, fyrirtæki og klúbba.
    Fyrir öll sem láta sig varða forvarnir gegn ofbeldi á börnum.
    Farið er yfir mikilvægi þess að byrja snemma með forvarnir og efla börn að virða og setja mörk í samskiptum

  • Lausna-hringurinn

    Fyrir öll sem vilja efla sig í að setja og virða mörk í samskiptum.

    Lausnahringurinn er einstakt verkefni sem þjálfar börn strax frá 2ja ára aldri að setja og virða mörk í samskiptum.

  • Fjölskyldu-námskeið

    Nú er geta fjölskyldur bókað rafrænt námskeið til að læra Lausnahringinn og efla samskiptin. Verkefnabók fylgir fyrir hvern fjölskyldumeðlim, rafrænn fjölskyldufundur í upphafi með öllum sem ætla að taka þátt.

    Nánari upplýsingar
    síma 863 6747
    eða fraedslaekkihraedsla@gmail.com

  • ADDA Lausna-kennari til þín

    Ég hef mikla ástríðu fyrir leikskólastarfinu, hef því miður ekki heilsu að starfa þar nema takmarkað í senn. Nú er hægt að bóka mig tímabundið inn í leikskóla. Til að efla starfsfólkið á gólfinu, í samverustundum, fataherberginu, útiveru eða hverju sem er. Hægt að óska eftir aðstoð við innleiðingu Lausnahringsins þar sem ég kenni einfaldar leiðir sem allir geta tileinkað sér.
    Nánari upplýsingar
    síma 863 6747
    eða
    fraedslaekkihraedsla@gmail.com

  • Samtalið

    Áheyrn og viðrun fyrir starfsfólk í leikskóla og foreldra sem vilja fá að ræða um samskipti við börn.
    Fá aðstoð og ráð varðandi Lausnahringinn
    Það hjálpar að tala um málið við einstakling sem þekkir til leikskólastarfsins og uppeldismála

  • Lausnahetjur

    Börn á grunnskólaaldri eru velkomin í Samtalið, til að ræða um lífið og tilveruna. Þau sem hafa lært um Lausnahringinn geta bókað tíma til að ræða hann
    Þessi þjónusta er börnum að kostnaðarlausu.

  • "Algjörlega frábær! Algjör fyrirmynd ❤️ Samskipti við börn og fullorðna vingjarnleg. Skipulag gott og sveigjanlegt, áhugavert hversu vel þú nærð að tengja allt við lausnahringinn og snúa neikvæðum samskiptum yfir í jákvæð. Þú ert lausnaofurhetja!"

    Kennari

  • "Einlæg og opin framkoma, mjög gott skipulag, einstaklega góð í samskiptum og náðir mjög vel til barna og fullorðinna, ég hefði gott af því að setjast niður með þér og spegla hvernig ég get betur kynnt lausnahringinn og selt foreldrum til að nota heima...kannski setja upp einfalt handrit sem hægt er að vinna út frá...er bara að pæla...þar sem ég sinni ekki beinni kennslu en er í nefndinni og að breiða út boðskapinn 🙂 þarf að gefa mér tíma til að sitja barnafund og fá þetta beint í æð. Takk kærlega fyrir allt!"

    Kennari

  • „Adda mun ávallt eiga stóran part af hjarta mínu fyrir að hjálpa drengnum mínum og okkur foreldrunum með því að lesa í hans þarfir og leysa erfið verkefni með honum. Aðra eins manneskju er erfitt að finna. Hún er frábær í að lesa í aðstæður og einstaklinga, hún er fordómalaus, kraftmikil, hlý, lausnamiðuð og leggur sig alla fram við að hjálpa börnum að komast i gegnum erfiðleika. Hún er mögnuð kona með stórt hjarta sem veður í málin og sífellt að reyna finna nýjar leiðir.“

    Foreldri

  • "Frábær, jákvæð og hvetjandi. Gott skipulag. Gott að vita fyrir fram hvar þú værir. Mjög þægilega nærveru, féllst alveg inn í hópinn. Bara eins og þú hefðir alltaf verið hjá okkur. Góð samskipti við fullorðna. Börnin virtu og dáðu þig. Hlakka bara til að nota þessi verkfæri og geta verið áfram í samstarfi við þig"

    Kennari

  • „Við höfum verið svo heppin að njóta krafta Öddu í því stóra hlutverki sem að ala upp börn er! Adda hefur hjálpað börnunum okkar að þekkja sín mörk og að efla þau í að standa með sjálfum sér. Það sem meira er að hún hefur styrkt okkur foreldrana, bæði að sannfæra okkur að við stöndum okkur vel, og að hjálpa okkur að sjá nýjar leiðir!“

    Móðir

  • „Ég gleymi ekki fyrsta fyrirlestrinum með Öddu þá var dóttir mín í leikskóla hjá henni og þar sem ég fattaði að ég þyrfti ekki að óttast samtöl við börnin mín um ofbeldi eða kynlíf. Hún hefur gefið okkur og börnunum okkar svo mörg verkfæri í kistuna okkar til að styrkja okkur og okkar mörk.“

    Móðir

  • „Eitt sem ég tek frá samskiptum við Öddu er að hræðast ekki orðið píka! Man hvað mér fannst það óþægilegt fyrst en nú notum við fjölskyldan það með stolti og berum áfram boðskapinn.“

    Foreldri

  • „Ég er þakklát fyrir þig í hvert skipti sem ég horfi á hugrökku og duglegu stelpuna okkar. Hún er uppfull og frumkvæði og framsýn, um daginn kom hún heim og minnti mömmu sína á hvað það skipti miklu máli að vera þakklát því að á hverjum degi fáum við að upplifa það sem aðra bara dreymir um!“

    Móðir

  • „Arnrún kenndi dætrum okkar í nokkur ár og getum við sagt óhikað að hún er algjör fagmanneskja og frábær fyrirmynd. Eldmóður, hlýja, mikið frumkvæði og stuðningur einkenna hana og búum við sem foreldrar og dætur okkar að því að hafa haft hana í kringum uppeldi og fræðslu í okkar fjölskyldu.“

    Móðir og faðir

  • „Arnrún María hefur í samtölum okkar varðandi uppeldismál verið lausnamiðuð og leiðandi.“

    Kennari

  • „Arnrún María hefur oft reynst vera manneskjan sem ég get speglað sjáfa mig í. Ég get rætt það sem er efst á baugi vinnulega, komið sjálf með svör og fengið hnitmiðaðar góðar spurningar sem hafa leitt af sér sjálfsskoðun og framför.“

    Skólastjóri

  • „Arnrún María er viskubrunnur er kemur að leikskólamálum. Góður leiðbeinandi og hlustandi.“

    Kennari

  • "Þú ert frábær. Skipulögð og með góða nærveru. Svo gaman að vera í kringum þig. Jákvæða orkan sem þú gefur frá þér er styðjandi og hvetjandi."

    Kennari

  • „Hreinskilin, segir hvernig málin standa á mannamáli. Góður hlustandi, það er mikilvægt að kennarar geti tjáð sig og fengið skilning.“

    Kennari

  • „Adda er ótrúleg manneskja! Það er sama hvaða vandamál eða spurningar maður leitar til hennar með þá reynir hún eftir bestu getu að leiðbeina í gegnum það án þess að stjórna manni. Hún kemur með góð ráð og punkta sem hjálpa.“

    Leiðbeinandi í skóla

  • „Adda hjálpaði mér að finna hversu góð og öflug manneskja ég er með því að draga fram það besta í mér! Hún hefur kennt mér að treysta á sjálfa mig og látið mig takast við áskoranir sem ég hefði aldrei þorað að takast á við nema með hana mér við hlið!“

    Leikskólastarfsmaður

  • „Arnrún María er traust og það er mjög gott að tala við hana. Hún er góður hlustandi, hvetjandi, ýtir undir að maður hafi trú á sjálfum sér.Lætur manni líða vel og finna það að ég skipti máli!“

    Leikskólakennari

  • "Arnrún María er mikil fyrirmynd í starfi enda fagmaður fram í fingurgóma. Hún er úrræðagóð, hugmyndarík og lausnarmiðuð í starfi og í samskiptum er hún fyrst og fremst hlý, heiðarleg og hreinskilin. Ég mæli með því við alla að eiga í samstarfi við Arnrúnu Maríu"

    Leikskólakennari

  • "Framkoma þín er til fyrirmynda í öllum samskiptum, við börn og fullorðna. Þvílíkur áhugi og gleði sem smitar áfram. Akkúrat það sem við þurftum til að koma okkur af stað í Jákvæða aganum og með Lausnahringinn. Áfram þú!"

    Kennari

  • "Alltaf svo gefandi og skilningsrík, jákvæð og með svo góða nærveru. Komst aldrei til vinnu óskipulögð og varst alltaf með allt vel undirbúið. Skipulag varðandi það hvernig og hvar þú ætlaðir að vera hvern dag fyrir sig var alltaf gert í samráði við deildarnar og því gátum við nýtt þig svo vel. Samskipti þín við fullorðna alltaf til fyrirmyndar, þú varst svo hvetjandi og "peppandi" og hlustaðir á okkur og okkar hugmyndir og gafst ráð sem virka. Alltaf glöð og það smitaðist yfir í okkur öll. Þú ert gleðigjafi Samskipti við börnin, alltaf mjög góð og þau litu svo upp til þín og fögnuðu þér þegar þú birtist og þau tala mikið um Öddu og það sem þú hefur kennt þeim Annað: Mikið eigum við eftir að sakna þín yndislega Adda. Þú hefur hjálpað okkur heilmikið og skilur eftir þig helling af lausnum og fróðleik sem á eftir að nýtast okkur vel. Það er auðvelt að segja að ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og ég vona að þú eigir eftir að líta við hjá okkur í Furugrund af og til. Ég gæti haldið endalaust áfram með ummæli til þín, mér finnst þú bara frábær lausnahetja :) Takk fyrir mig"

    Kennari

  • "Allt var bara eins gott og hægt er fannst mér. Þú ert frábær í samskiptum við börn og fullorðna, jákvæð og komst með góðan anda á leikskólann. Skipulagið var gott og hentaði vel og öll framkoma var góð. Það var mjög skemmtilegt og fræðandi að hafa þig hjá okkur"

    Kennari

  • "Mér fannst alltaf yndislegt að fá þig inn á deild og þér fylgir einstök ró. Krakkarnir voru alltaf spennt að sjá þig og spyrja oft um þig og hvar þú sért hverja stundina :) samskipti við fullorðna til fyrirmyndar og tilfinningin eins og þú hafir bara alltaf verið hluti af hópnum ❤️"

    Kennari