Heimili forvarna og fræðslu fyrir börn, foreldra og fagfólk
Lærum samskipti, að setja og virða mörk, eflum sjálftraust barna.
-
Samtalið fræðsla ekki hræðsla
Er forvarnarverkefni sem ég hef mótað og þróað frá aldamótum. Verkefnið er og verður í stöðugri þróun samfara breytingum í samfélaginu. Tilgangur þess er að efla meðvitund, forvarnir og fræðslu gegn ofbeldi og vanrækslu á börnum. Fræðslan lýtur að mörkum og markaleysi, samskiptum og virðingu fyrir öðrum, kynjafræðslu og fræðslu um líkamann.
Verkefnið nær til barna frá leikskólaaldri, starfsfólks skóla og frístundaheimila og uppalenda á Íslandi og út fyrir það sé þess óskað.Að fræða, ekki hræða ung börn og það fólk sem að uppvexti þeirra koma um erfið og flókin mál þ.a.m. ofbeldi. Veita áheyrn, ráðgjöf miðað við þroska og getu einstaklingsins með það að leiðarljósi að einstaklingur þekki hættur í umhverfinu, geti öðlast skilningi á þeim og segi frá.
-
Lausnahringurinn
Ég nýt þeirra forréttinda að heimsækja leikskóla markvisst, til að efla börn og starfsfólk í algjörlega einstöku verkefni. Verkefni sem krefst þess að allir taka þátt, hver á sinn hátt með sinni tilfinningu. Verkefnið sem um ræðir heitir Lausnahringurinn, kennir okkur að setja mörk í samskiptum, það sem gerir þetta verkefni einstakt er að allir hafa eitthvað til málanna að leggja, það snýst um 7 grunnreglur í samskiptum,
1. að skiptast á,
2. að hjálpast að,
3. að skilja fyrirgefninguna,
4. að stoppa,
5. að skilja tilgang knús,
6. að vera með
7. að stjórna sér bæði í orði og gjörðum -
Samtalið heima
Hraði, álag og kröfur hvíla á herðum foreldra og kennara í dag, hefur fengið mig til að búa til þetta auka rými fyrir foreldra. Það er aukin þörf meðal foreldra að fá dýpra samtal um uppeldishlutverkið.
Til að bregðast við því er i boði ráðgjöf við börn, foreldra auk handleiðslu. Mikilvægt er að efla barnið að það tjái sig, til dæmis í samskiptum heima fyrir.
Auk þess að hvetja foreldra að leita lausna, hjá fagfólki til að fá viðeigandi stuðning og hvatningu í þessu mikilvæga hlutverki sem uppeldi er.- Starfsmannasamtal -
Reynslan hefur kennt mér það að starfsfólk sem vinnur með ungum börnum þarf að eiga kost á því að komast í samtal um það sem liggur þeim á hjarta hverju sinni. Stundum þarf að fá utanað komandi áheyrn.Eðli og umfang samtalsins fer eftir því hvort þörf sé á frekari stuðningi og þjónstu annarra fagaðila eða úrræða.
Lausnir Samtalsins
-
Forvarnir
Fyrir skóla, fyrirtæki og klúbba.
Fyrir öll sem láta sig varða forvarnir gegn ofbeldi á börnum.
Farið er yfir mikilvægi þess að byrja snemma með forvarnir og efla börn að virða og setja mörk í samskiptum -
Lausna-hringurinn
Fyrir öll sem vilja efla sig í að setja og virða mörk í samskiptum.
Lausnahringurinn er einstakt verkefni sem þjálfar börn strax frá 2ja ára aldri að setja og virða mörk í samskiptum.
-
Fjölskyldu-námskeið
Nú er geta fjölskyldur bókað rafrænt námskeið til að læra Lausnahringinn og efla samskiptin. Verkefnabók fylgir fyrir hvern fjölskyldumeðlim, rafrænn fjölskyldufundur í upphafi með öllum sem ætla að taka þátt.
Nánari upplýsingar
síma 863 6747
eða fraedslaekkihraedsla@gmail.com -
ADDA Lausna-kennari til þín
Ég hef mikla ástríðu fyrir leikskólastarfinu, hef því miður ekki heilsu að starfa þar nema takmarkað í senn. Nú er hægt að bóka mig tímabundið inn í leikskóla. Til að efla starfsfólkið á gólfinu, í samverustundum, fataherberginu, útiveru eða hverju sem er. Hægt að óska eftir aðstoð við innleiðingu Lausnahringsins þar sem ég kenni einfaldar leiðir sem allir geta tileinkað sér.
Nánari upplýsingar
síma 863 6747
eða
fraedslaekkihraedsla@gmail.com -
Samtalið
Áheyrn og viðrun fyrir starfsfólk í leikskóla og foreldra sem vilja fá að ræða um samskipti við börn.
Fá aðstoð og ráð varðandi Lausnahringinn
Það hjálpar að tala um málið við einstakling sem þekkir til leikskólastarfsins og uppeldismála -
Lausnahetjur
Börn á grunnskólaaldri eru velkomin í Samtalið, til að ræða um lífið og tilveruna. Þau sem hafa lært um Lausnahringinn geta bókað tíma til að ræða hann
Þessi þjónusta er börnum að kostnaðarlausu.